Erlent

Mandela sagður í baráttuhug á dánarbeðinu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Nelson Mandela hefur verið lífshættulega veikur frá því í sumar.
Nelson Mandela hefur verið lífshættulega veikur frá því í sumar. Nordicphotos/AFP
„Í hvert skipti sem ég get verið hjá honum fyllist ég undrun,“ segir Makaziwe Mandela, dóttir Nelsons Mandela.

Mandela hefur verið lífshættulega veikur frá því snemma sumars, en ættingjar hans segja hann sýna undraverðan baráttuhug á dánarbeðinum.

„Tata er enn með okkur, sterkur og hugrakkur,“ segir dóttir hans, en Tata er gælunafn hans meðal ættingja. „Jafnvel á dánarbeði, ef ég má nota það orð, þá er hann að kenna okkur ýmislegt um þolinmæði, kærleika og umburðarlyndi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×