Fótbolti

Myndband af læknisskoðun Eiðs Smára hjá Club Brugge

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Heimasíða Club Brugge
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn í nýtt lið í belgíska fótboltanum því hann gerði eins og hálfs árs samning við Club Brugge um helgina. Eiður Smári hafði slegið í gegn hjá "litlu" nágrönnunum í Cercle Brugge.

Eiður Smári fór í læknisskoðun hjá Club Brugge í dag og það er hægt að finna skemmtilegt myndband af læknisskoðuninni á heimasíðu félagsins. Það er hægt að sjá þetta myndband með því að smella hér.

Þar sést okkar maður hoppa, hlaupa með súrefnisgrímu og gangast undir allskyns prófanir hjá læknateymi Club Brugge. Þetta er ekki fyrsta læknisskoðunin hjá Eiði en hann þurfti að taka vel á því að þessu sinni.

Eiður Smári skoraði 6 mörk í 13 leikjum með Cercle Brugge þar af fjögur þeirra í fyrstu fjórum leikjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×