Erlent

Líkur á að allir James Bond leikaranir komi saman

Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að einhverjar líkur séu á að allir þeir sex leikarar sem leikið hafa James Bond muni koma saman í fyrsta sinn í sögunni á næstu Óskarsverðlaunahátíð.

Þetta yrði gert í tilefni þess að James Bond myndirnar eiga 50 ára afmæli um þessar mundir.

Leikararnir sem er um ræðir eru Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton, Pierce Brosnan og Daniel Craig.

Einna helst er talið að Connery muni ekki mæta en bæði hann og Roger Moore eru komnir á níræðisaldurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×