Mennirnir fimm, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu á Indlandi og veita henni áverka sem leiddu hana til dauða, neituðu allir sök fyrir dómi. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir verjanda eins þeirra.
Vitnaleiðslur fyrir dómi hefjast í málinu á þriðjudag. Mikil reiðialda hefur skekið Indland eftir atburðinn. Mótmæli um allt land hafa sprottið upp og almenningur krefst dauðarefsingar yfir gerendunum. Réttað verður yfir sjötta manninum, sem grunaður er um aðild að árásinni, fyrir unglingadómstól.
Búist er við því að saksóknarar kalli þrjú vitni fyrir dóminn í byrjun vitnaleiðslanna. Þeir segjast hafa áreiðanlegar sannanir fyrir sekt mannanna, þar á meðal DNA próf og símaskýrslur.
Grunaðir nauðgarar neita sök
Jón Hákon Halldórsson skrifar
