Segir möguleika á að fólk hafi verið lokkað hingað til lands 9. apríl 2013 18:42 Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur." Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur."
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira