Segir möguleika á að fólk hafi verið lokkað hingað til lands 9. apríl 2013 18:42 Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur." Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur."
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira