Erlent

Dæmdur fyrir áreiti í starfi

Bjarki Ármannsson skrifar
Filner sagði af sér í ágúst síðastliðnum.
Filner sagði af sér í ágúst síðastliðnum. Nordic Photos/AFP
Fyrrum borgarstjóri San Diego, Bob Filner, var í gær dæmdur í þriggja mánaða stofufangelsi og þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita konur í starfi sínu.

Tæplega ár er síðan Filner tók við embætti borgarstjóra, en hann neyddist til þess að segja af sér í ágúst síðastliðnum eftir að hann var ásakaður um kynferðislegt áreiti af samstarfsfélagasínum.

Í dag hafa um tuttugu konur stigið fram og kvartað undan framferði Filner, sem gengdi þingmennsku í tíu ár áður en hann var kjörinn borgarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×