Netflixvæðing skaðar ekki sjónvarpsáhorf Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Friðrik, Skarphéðinn og Freyr. Samkvæmt mælingum hefur áhorf á útsendingar sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman þrátt fyrir sífellt fleiri leiðir til að nálgast efni, til dæmis efnisveitur eins og Netflix. Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“ Netflix Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“
Netflix Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira