Kolbeinn fær aftur tækifæri til að jafna met Péturs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 06:00 Kolbeinn Sigþórsson fagnar hér marki sínu á móti Kýpur á föstudagskvöldið. Mynd/Vilhelm Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira