Mjög skemmtilegt að skora í þessum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 07:00 Atvinnumannaferill Söru Bjarkar Gunnarsdóttur byrjar vel. Frábær leikmaður í frábæru liði. Mynd/AFP Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti