Mætti með skopparabolta á blaðamannafund Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 14. október 2013 07:30 Frá æfingu norska landsliðsins á Ullevaal-leikvanginum í gær. Mynd/Vilhelm Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira