Enn í okkar höndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér seinna marki Íslands í sigrinum á Kýpur í gær. Mynd/Vilhelm Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira