Erlent

Átján kondórar fá frelsið eftir veikindi

Sjaldgæf sjón þegar átján kondórum var sleppt lausum í einu.
Sjaldgæf sjón þegar átján kondórum var sleppt lausum í einu. Nordicphotos/AFP
Átján af tuttugu kondórum sem veiktust heiftarlega fyrir rúmlega tíu dögum, var sleppt lausum í gær eftir að þeir höfðu náð fullri heilsu á ný. Tveir fuglanna dóu.

Fuglarnir höfðu fengið aðstoð á verndarsvæði í hlíðum Andesfjalla, en ferðamenn höfðu séð þá falla af himni hvern á fætur öðrum.

Talið er að matareitrun eða jafnvel skordýraeitur hafi valdið veikindunum.

Kondórar eru tignarlegir fuglar sem sjást iðulega í Andesfjöllum. Stöku sinnum þarf að sinna þeim vegna veikinda eða meiðsla og þá er þeim sleppt á ný. Einstakt er að svo mörgum sé sleppt í einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×