Þátttaka Þjóðkirkjunnar að Hátíð vonar stendur Stígur Helgason skrifar 9. ágúst 2013 07:00 Franklin Graham óttast mjög siðferðislega hnignun á Vesturlöndum. Þjóðkirkjan hyggst ekki endurskoða aðkomu sína að samkirkjulegri samkomu, Hátíð vonar, þar sem umdeildur bandarískur predikari mun flytja boðskap sinn. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Predikarinn, Franklin Graham, er meðal annars þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. „Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar,“ segir Agnes í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar. Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og hjónaböndum þeirra og stendur við hana.“Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að Graham komi hingað til lands í boði forsvarsfólks margra kirkna og samtaka. Rúmlega fimmtíu kirkjur, sóknir, söfnuðir og samtök taki þátt eða standi að baki Hátíð vonar, ásamt kristniboðssamtökum Billy Graham, föður Franklins. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, er afar ósátt við að Franklin Graham skuli fenginn á þessa hátíð. „Það eru mér mikil vonbrigði að á „Hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa íslensku samfélagi einmitt þegar Hinsegin dagar, og sú mannréttindahátíð sem þeir eru, standa yfir.“ Hún bendir á að stefna stjórnvalda sé að vernda réttindi hinsegin fólks og um það sé allur almenningur á Íslandi sammála. Ummæli Grahams ýti hins vegar undir að hinsegin fólk sé jaðarsett, sæti aðkasti og í ömurlegustu tilfellunum ofbeldi víða um heim.Sigríður guðmarsdóttirSigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, er einnig óánægð. „Í fyrsta lagi stendur Þjóðkirkjan ekki formlega að þessari hátíð. Þess vegna finnst mér fáránlegt að þessi fréttatilkynning skuli koma á vef Þjóðkirkjunnar og ég hvet yfirstjórn kirkjunnar til að draga hana til baka,“ segir Sigríður. „Ég er líka verulega ósátt við það að tilkynningin skuli þar að auki koma fram á miðjum Hinsegin dögum, sem mér finnst særandi,“ bætir hún við og tekur fram að Guðríðarkirkja taki ekki þátt í Hátíð vonar á nokkurn hátt. En hvað finnst henni um að sóknir á vegum Þjóðkirkjunnar skuli taka þátt í hátíðinni? „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkynhneigðs fólks og verið að byggja upp samtal og samband við það, standi að samstarfi við Franklin Graham,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir. Hinsegin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Þjóðkirkjan hyggst ekki endurskoða aðkomu sína að samkirkjulegri samkomu, Hátíð vonar, þar sem umdeildur bandarískur predikari mun flytja boðskap sinn. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Predikarinn, Franklin Graham, er meðal annars þekktur fyrir andúð sína á samkynhneigð. „Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar,“ segir Agnes í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar. Tengsl við þau sem eru ólík okkur skerpa sjálfsmyndina. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og hjónaböndum þeirra og stendur við hana.“Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að Graham komi hingað til lands í boði forsvarsfólks margra kirkna og samtaka. Rúmlega fimmtíu kirkjur, sóknir, söfnuðir og samtök taki þátt eða standi að baki Hátíð vonar, ásamt kristniboðssamtökum Billy Graham, föður Franklins. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, er afar ósátt við að Franklin Graham skuli fenginn á þessa hátíð. „Það eru mér mikil vonbrigði að á „Hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa íslensku samfélagi einmitt þegar Hinsegin dagar, og sú mannréttindahátíð sem þeir eru, standa yfir.“ Hún bendir á að stefna stjórnvalda sé að vernda réttindi hinsegin fólks og um það sé allur almenningur á Íslandi sammála. Ummæli Grahams ýti hins vegar undir að hinsegin fólk sé jaðarsett, sæti aðkasti og í ömurlegustu tilfellunum ofbeldi víða um heim.Sigríður guðmarsdóttirSigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, er einnig óánægð. „Í fyrsta lagi stendur Þjóðkirkjan ekki formlega að þessari hátíð. Þess vegna finnst mér fáránlegt að þessi fréttatilkynning skuli koma á vef Þjóðkirkjunnar og ég hvet yfirstjórn kirkjunnar til að draga hana til baka,“ segir Sigríður. „Ég er líka verulega ósátt við það að tilkynningin skuli þar að auki koma fram á miðjum Hinsegin dögum, sem mér finnst særandi,“ bætir hún við og tekur fram að Guðríðarkirkja taki ekki þátt í Hátíð vonar á nokkurn hátt. En hvað finnst henni um að sóknir á vegum Þjóðkirkjunnar skuli taka þátt í hátíðinni? „Mér finnst ekki eðlilegt að Þjóðkirkjan, sem hefur heimilað vígslu samkynhneigðs fólks og verið að byggja upp samtal og samband við það, standi að samstarfi við Franklin Graham,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir.
Hinsegin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira