Kodorkovskí óttast fleiri réttarhöld Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Mikhaíl Kodorkovskí les upp yfirlýsingu sína af sjónvarpsskjá við réttarhöldin í gær. Málaferli rússneskra stjórnvalda gegn auðkýfingunum Mikhaíl Kodorkovskí og Platon Lebedev hafa ítrekað verið sögð eitt augljósasta dæmið um pólitískar ofsóknir af hálfu Vladimírs Pútín forseta. Pútín og félagar hans innan rússneska valdakerfisins eru sagðir hafa beitt réttarkerfinu á ósvífinn hátt til að losna við gagnrýnendur sína og andstæðinga. Kodorkovskí hafði verið óhræddur við að gagnrýna stjórn Pútíns fyrir spillingu. Hann hafði einnig gefið peninga í kosningasjóði annarra flokka en þeirra sem studdu Pútín. Vorið 2010 lýstu mannréttindasamtökin Amnesty International því yfir að þeir Kodorkovskí og Lebedev væru samviskufangar, sem þýðir einfaldlega að þeir séu hafðir í fangelsi vegna skoðana sinna. Það kom því mörgum nokkuð á óvart í síðustu viku að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði ekki fundið nein merki þess að pólitískur þrýstingur hefði skipt sköpum um niðurstöðu dómsmálanna gegn Kodorkovskí og Lebedev. Mannréttindadómstóllinn sagði það staðreynd að þeir Kodorkovskí og Lebedev hafi verið ákærðir fyrir alvarleg brot og „heilbrigður kjarni“ hafi verið í málsókninni allri, jafnvel þótt hvatir embættismanna hafi verið umdeilanlegar. Dómstóllinn gagnrýnir margt í framkvæmd réttarhaldanna en gerir ekki athugasemd við sakfellingu í málinu. Mannréttindadómstóllinn tekur þó fram að þessi niðurstaða eigi einungis við um fyrri réttarhöldin, sem hófust árið 2003 og lauk 2005 með sakfellingu og átta ára fangelsisdómi. Seinni réttarhöldin yfir þeim Kodorkovskí og Lebedev, sem stóðu yfir árin 2009 til 2010, hafa sætt meiri gagnrýni en fyrri réttarhöldin og eru enn til meðferðar hjá Mannréttindadómstólnum. Í gær staðfesti Hæstiréttur Rússlands niðurstöðu seinni réttarhaldanna en stytti þó dóminn yfir þeim báðum um tvo mánuði. Þeir Kodorkovskí og Lebedev eiga að losna úr fangelsi á næsta ári, eftir að hafa setið nærri ellefu ár inni. Í yfirlýsingu sem Kodorkovskí las upp við þinghald í Hæstarétti í gær sagðist hann þó óttast að þriðju réttarhöldin væru í uppsiglingu. Hann notaði tækifærið og ítrekaði ásakanir sínar um að réttarhöldin væru pólitísk í eðli sinu og fordæmdi réttarfarið í Rússlandi. „Allt réttarfar í landinu er smám saman að molna í sundur,“ sagði hann. „Almenningur talar um að ekkert traust sé borið til dómsvaldsins og málsmetandi fræðimenn um hrun réttarkerfisins.“ Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Málaferli rússneskra stjórnvalda gegn auðkýfingunum Mikhaíl Kodorkovskí og Platon Lebedev hafa ítrekað verið sögð eitt augljósasta dæmið um pólitískar ofsóknir af hálfu Vladimírs Pútín forseta. Pútín og félagar hans innan rússneska valdakerfisins eru sagðir hafa beitt réttarkerfinu á ósvífinn hátt til að losna við gagnrýnendur sína og andstæðinga. Kodorkovskí hafði verið óhræddur við að gagnrýna stjórn Pútíns fyrir spillingu. Hann hafði einnig gefið peninga í kosningasjóði annarra flokka en þeirra sem studdu Pútín. Vorið 2010 lýstu mannréttindasamtökin Amnesty International því yfir að þeir Kodorkovskí og Lebedev væru samviskufangar, sem þýðir einfaldlega að þeir séu hafðir í fangelsi vegna skoðana sinna. Það kom því mörgum nokkuð á óvart í síðustu viku að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði ekki fundið nein merki þess að pólitískur þrýstingur hefði skipt sköpum um niðurstöðu dómsmálanna gegn Kodorkovskí og Lebedev. Mannréttindadómstóllinn sagði það staðreynd að þeir Kodorkovskí og Lebedev hafi verið ákærðir fyrir alvarleg brot og „heilbrigður kjarni“ hafi verið í málsókninni allri, jafnvel þótt hvatir embættismanna hafi verið umdeilanlegar. Dómstóllinn gagnrýnir margt í framkvæmd réttarhaldanna en gerir ekki athugasemd við sakfellingu í málinu. Mannréttindadómstóllinn tekur þó fram að þessi niðurstaða eigi einungis við um fyrri réttarhöldin, sem hófust árið 2003 og lauk 2005 með sakfellingu og átta ára fangelsisdómi. Seinni réttarhöldin yfir þeim Kodorkovskí og Lebedev, sem stóðu yfir árin 2009 til 2010, hafa sætt meiri gagnrýni en fyrri réttarhöldin og eru enn til meðferðar hjá Mannréttindadómstólnum. Í gær staðfesti Hæstiréttur Rússlands niðurstöðu seinni réttarhaldanna en stytti þó dóminn yfir þeim báðum um tvo mánuði. Þeir Kodorkovskí og Lebedev eiga að losna úr fangelsi á næsta ári, eftir að hafa setið nærri ellefu ár inni. Í yfirlýsingu sem Kodorkovskí las upp við þinghald í Hæstarétti í gær sagðist hann þó óttast að þriðju réttarhöldin væru í uppsiglingu. Hann notaði tækifærið og ítrekaði ásakanir sínar um að réttarhöldin væru pólitísk í eðli sinu og fordæmdi réttarfarið í Rússlandi. „Allt réttarfar í landinu er smám saman að molna í sundur,“ sagði hann. „Almenningur talar um að ekkert traust sé borið til dómsvaldsins og málsmetandi fræðimenn um hrun réttarkerfisins.“
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira