Anna Claessen lifir drauminn í Hollywood Hanna Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2013 08:00 Anna Claessen ásamt eiginmanni sínum Dan Zerin. Saman mynda þau hljómsveitina Anna and the Bells. Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna. Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna.
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning