Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2013 07:00 Einn þekktasti hraunhellir landsins sem hefur, eins og margir fleiri, tapað miklu af gildi sínu. fréttablaðið/vilhelm Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“ Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira