Líklegra að brotið sé á fötluðum konum Sunna Valgerðardóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Manninum sem var kærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu í Kópavogi var sagt upp störfum hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi eftir að málið komst upp. Fatlaðar konur eiga frekar á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrar konur. Nýleg sænsk rannsókn sýnir að þrisvar sinnum líklegra sé að þroskaheftar konur verði fyrir slíkum brotum, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku hérlendis þótt vísbendingar bendi í svipaða átt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt á veg komin með að rannsaka nauðgun á fatlaðri konu í Kópavogi um miðjan mars síðastliðinn. Bílstjóri konunnar, maður á fimmtugsaldri, var kærður fyrir brotið og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin átti sér stað í bíl á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og hefur maðurinn verið leystur frá störfum. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu en öllum starfsmönnum er skylt að framvísa sakavottorði til Kópavogsbæjar áður en þeir eru ráðnir. Ekki er hægt að fá uppgefið hvort maðurinn hafi gengist við glæpnum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir manninum hafa verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann segir að brot sem þessi séu ekki algeng en þau komi vissulega fyrir eins og hjá öðrum. Spurður hvort hann telji líklegt að maðurinn verði ákærður segir hann það vera alfarið í höndum ákæruvaldsins. Gunnar Torfason, yfirmaður Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi, segir þetta vera í fyrsta sinn sem svona mál komi upp innan stofnunarinnar. „Það verður klárlega farið yfir málin,“ segir hann. „Það er búið að ræða þetta og við erum að skoða þetta.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt. „Maðurinn var boðaður til skýrslutöku og búið. Ég veit ekkert um aðstæður eða neitt slíkt. Ég veit bara ekkert um þetta mál,“ segir hann. Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra í Kópavogi, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í félagsmálastjóra. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fatlaðar konur eiga frekar á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrar konur. Nýleg sænsk rannsókn sýnir að þrisvar sinnum líklegra sé að þroskaheftar konur verði fyrir slíkum brotum, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku hérlendis þótt vísbendingar bendi í svipaða átt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt á veg komin með að rannsaka nauðgun á fatlaðri konu í Kópavogi um miðjan mars síðastliðinn. Bílstjóri konunnar, maður á fimmtugsaldri, var kærður fyrir brotið og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin átti sér stað í bíl á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og hefur maðurinn verið leystur frá störfum. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu en öllum starfsmönnum er skylt að framvísa sakavottorði til Kópavogsbæjar áður en þeir eru ráðnir. Ekki er hægt að fá uppgefið hvort maðurinn hafi gengist við glæpnum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir manninum hafa verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann segir að brot sem þessi séu ekki algeng en þau komi vissulega fyrir eins og hjá öðrum. Spurður hvort hann telji líklegt að maðurinn verði ákærður segir hann það vera alfarið í höndum ákæruvaldsins. Gunnar Torfason, yfirmaður Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi, segir þetta vera í fyrsta sinn sem svona mál komi upp innan stofnunarinnar. „Það verður klárlega farið yfir málin,“ segir hann. „Það er búið að ræða þetta og við erum að skoða þetta.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt. „Maðurinn var boðaður til skýrslutöku og búið. Ég veit ekkert um aðstæður eða neitt slíkt. Ég veit bara ekkert um þetta mál,“ segir hann. Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra í Kópavogi, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í félagsmálastjóra. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira