Erlent

Ráðist gegn Frökkum í Líbíu

Trípólí í gær Sendiráð Frakka var illa leikið eftir bílasprengjuna sem sprakk við sendiráðið í gærmorgun. Mildi þykir að enginn lést.Fréttablaðið/AP
Trípólí í gær Sendiráð Frakka var illa leikið eftir bílasprengjuna sem sprakk við sendiráðið í gærmorgun. Mildi þykir að enginn lést.Fréttablaðið/AP
Bílasprengja sprakk við franska sendiráðið í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í gærmorgun. Tveir franskir öryggisverðir særðust í árásinni auk líbísks tánings. François Hollande, forseti Frakklands, sagði árásina árás á öll lönd sem berjast gegn hryðjuverkum.

Nú þegar tvö ár eru liðin frá borgarastyrjöldinni í Líbíu eiga þarlend stjórnvöld enn erfitt með að tryggja öryggi í landinu. Þetta er þó í fyrsta skipti sem ráðist er gegn sendiráði í Trípólí. Ráðist var á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í september með þeim afleiðingum að fjórir létust.

Enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð vegna árásarinnar í Trípólí í gær en grunur hefur fallið á hryðjuverkamenn með tengsl við AQIM, Norður-Afríkudeild Al-Kaída, sem er talin hafa staðið að baki árásinni í Benghazi.

Í síðustu viku hótaði AQIM hefndaraðgerðum gegn öllum ríkjum sem tekið hafa þátt í hernaðaraðgerðum Frakka í Malí. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×