Kenndi hestinum að leggja saman og telja Brjánn Jónasson skrifar 19. mars 2013 07:00 „Skuggi er örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt, hann lærir allt mjög hratt," segir Jónína Valgerður Örvar, 15 ára hestakona sem hefur kennt hestinum sínum að telja og reikna. Skuggasveinn, oftast kallaður Skuggi, er tíu vetra hestur sem Jónína hefur verið með í ár. Á nokkrum dögum tókst Jónínu að kenna Skugga að telja, og komst svo að því að hann átti auðvelt með að leggja saman líka. Skuggi sýndi blaðamanni hlýðinn hvernig hann taldi upp að tíu með því að berja hófunum í snjóskafl, og að því loknu lagði hann saman einn og einn, og svo tvo og einn. Jónína kenndi Skugga spænska sporið svokallaða í vetur, en þegar hestar stíga spænska sporið lyfta þeir framfótunum og slá hófnum í jörðina. „Vinkona mín var að grínast í mér þegar ég var að sýna henni spænska sporið og spurði hvort ég ætlaði að kenna honum að telja. Ég hélt að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera, en svo fór ég að prófa mig áfram," segir Jónína. Hún byrjaði á að kenna honum að telja upp í tvo en sá svo að hann var lærdómsfús og hélt áfram að kenna honum tölurnar. Jónína notar hestanammi sem Skuggi er sólginn í til að fá hann til að telja og leggja saman. Þegar hann telur rétt fær hann nammi að launum. „Hann var ótrúlega fljótur að læra þetta, mér fannst næstum eins og hann kynni þetta fyrir þó að honum hafi aldrei verið kennt þetta." Jónína segir líklegt að Skuggi sé óvenju vel gefinn af hesti að vera og læri allt sem honum sé kennt hratt og vel. Það sama eigi við um systur hans, þó að hún hafi ekki enn verið kynnt fyrir heimi stærðfræðinnar á sama hátt og Skuggi. Talnaþjálfun Skugga hefur ekki tekið sérlega langan tíma, hann byrjaði að læra síðastliðinn föstudag, og sýndi listir sínar þegar Fréttablaðið leit í heimsókn í hesthúsahverfið í Hafnarfirði á sunnudag. Jónína segir þetta í fyrsta skipti sem hún hafi reynt að kenna hesti tölurnar, og þó er hún búin að vera í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún hefur enn ekki fengið mikil viðbrögð frá öðrum hestamönnum enda hefur hún ekki verið að auglýsa sérstaklega hæfileika hins talnaglögga Skugga utan nánasta vinahópsins. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Skuggi er örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt, hann lærir allt mjög hratt," segir Jónína Valgerður Örvar, 15 ára hestakona sem hefur kennt hestinum sínum að telja og reikna. Skuggasveinn, oftast kallaður Skuggi, er tíu vetra hestur sem Jónína hefur verið með í ár. Á nokkrum dögum tókst Jónínu að kenna Skugga að telja, og komst svo að því að hann átti auðvelt með að leggja saman líka. Skuggi sýndi blaðamanni hlýðinn hvernig hann taldi upp að tíu með því að berja hófunum í snjóskafl, og að því loknu lagði hann saman einn og einn, og svo tvo og einn. Jónína kenndi Skugga spænska sporið svokallaða í vetur, en þegar hestar stíga spænska sporið lyfta þeir framfótunum og slá hófnum í jörðina. „Vinkona mín var að grínast í mér þegar ég var að sýna henni spænska sporið og spurði hvort ég ætlaði að kenna honum að telja. Ég hélt að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera, en svo fór ég að prófa mig áfram," segir Jónína. Hún byrjaði á að kenna honum að telja upp í tvo en sá svo að hann var lærdómsfús og hélt áfram að kenna honum tölurnar. Jónína notar hestanammi sem Skuggi er sólginn í til að fá hann til að telja og leggja saman. Þegar hann telur rétt fær hann nammi að launum. „Hann var ótrúlega fljótur að læra þetta, mér fannst næstum eins og hann kynni þetta fyrir þó að honum hafi aldrei verið kennt þetta." Jónína segir líklegt að Skuggi sé óvenju vel gefinn af hesti að vera og læri allt sem honum sé kennt hratt og vel. Það sama eigi við um systur hans, þó að hún hafi ekki enn verið kynnt fyrir heimi stærðfræðinnar á sama hátt og Skuggi. Talnaþjálfun Skugga hefur ekki tekið sérlega langan tíma, hann byrjaði að læra síðastliðinn föstudag, og sýndi listir sínar þegar Fréttablaðið leit í heimsókn í hesthúsahverfið í Hafnarfirði á sunnudag. Jónína segir þetta í fyrsta skipti sem hún hafi reynt að kenna hesti tölurnar, og þó er hún búin að vera í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún hefur enn ekki fengið mikil viðbrögð frá öðrum hestamönnum enda hefur hún ekki verið að auglýsa sérstaklega hæfileika hins talnaglögga Skugga utan nánasta vinahópsins.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira