Lífið

Myndband Óttars Norðfjörð spilað á MTV

„Við erum mjög ánægð yfir viðbrögðunum," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Tónlistarmyndband sem Óttar og kærastan hans, ljósmyndarinn Elo Vázquez, leikstýrðu með spænsku hljómsveitinni I Am Dive hefur verið í spilun á sjónvarpsstöðinni MTV á Spáni síðustu vikur.

Myndbandið, sem var að mestu tekið upp á Íslandi, er einnig komið í spilun á Youtbue-síðu bandarísku tónlistarhátíðarinnar South By Southwest en hljómsveitin spilar þar í mars. Á Youtube var það eitt fárra sem voru valin úr stórum hópi myndbanda sem áttu þess kost að komast á síðuna.

„Þetta kom þannig til að forsprakki hljómsveitarinnar setti sig í samband við kærustu mína eftir að hafa uppgötvað ljósmyndirnar hennar á netinu. Í kjölfarið prýddu ljósmyndir hennar fyrstu plötu I Am Dive og svo bað maðurinn hana líka um að gera myndband fyrir sig," segir Óttar, en þetta er fyrsta myndbandið sem hann býr til.

Upptökur fóru fram á Íslandi síðasta vetur bæði í Reykjavík og úti á landi. „Myndbandið hefur verið á mörgum tónlistarsíðum, en eftir að það komst inn á spænska MTV og svo síðu SXSW erum við alveg í skýjunum," segir rithöfundurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.