Féllu á fíkniefnaprófi og misstu skiprúmið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Um helmingur áhafnar skuttogarans Drangavíkur féll á fíkniefnaprófi og var strax látinn taka pokann sinn. Mynd/Óskar P. Friðriksson „Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
„Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira