Féllu á fíkniefnaprófi og misstu skiprúmið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Um helmingur áhafnar skuttogarans Drangavíkur féll á fíkniefnaprófi og var strax látinn taka pokann sinn. Mynd/Óskar P. Friðriksson „Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
„Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira