Lögregla lokið rannsókn á svínshausunum í Sogamýrinni Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 00:00 Borgarstarfsmenn hreinsuðu svínshöfuð, svínslappir og fleira af lóð Félags múslíma á Íslandi í Sogamýri í síðustu viku. Fréttablaðið/vilhelm Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira