Lögregla lokið rannsókn á svínshausunum í Sogamýrinni Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 00:00 Borgarstarfsmenn hreinsuðu svínshöfuð, svínslappir og fleira af lóð Félags múslíma á Íslandi í Sogamýri í síðustu viku. Fréttablaðið/vilhelm Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira