Lögregla lokið rannsókn á svínshausunum í Sogamýrinni Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 00:00 Borgarstarfsmenn hreinsuðu svínshöfuð, svínslappir og fleira af lóð Félags múslíma á Íslandi í Sogamýri í síðustu viku. Fréttablaðið/vilhelm Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Óskar Bjarnason, einn fjögurra manna sem komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri fyrir helgi, var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudag. Málið hefur verið sent ákærusviði lögreglu sem ákveður hvort maðurinn verði kærður, segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Málið var rannsakað sem mögulegt brot á grein hegningarlaga sem fjallar um hatursglæpi. Mennirnir fjórir komu þremur svínshausum fyrir á lóðinni, máluðu kross með rauðum vökva, sem þeir segja að hafi verið málning, og komu fyrir eintaki af Kóraninum undir sex svínslöppum. „Ég sé engan mun á þessum gjörningi og öðrum mótmælum. Þegar var verið að byggja Seðlabankann voru reknir niður hrosshausar og fleira, níðstangir, til að mótmæla því að Seðlabankinn yrði byggður á þessum stað,“ segir Benedikt. „Þeir eru að mótmæla því að moskan verði byggð á þessum stað, þeim er sama þó hún sé byggð annars staðar í Reykjavík.“ Þetta rímar illa við það sem Óskar sagði í viðtali við Vísi 29. nóvember. Þar sagði hann að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslímar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrulega bara herstöðvar,“ sagði Óskar. Múslímar hafa starfrækt mosku hér á landi um nokkurt skeið í öðru húsnæði. Spurður hvort hann telji að starfsemin muni breytast við það að skipta um húsnæði sagði Óskar: „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast.“ Mótmælin virðast því minna snúast um staðsetningu moskunnar í Sogamýri og meira um að múslímar reisi sér mosku í Reykjavík, samkvæmt því sem Óskar segir í viðtali við Vísi. „Ef þú berð þetta undir þessa menn þá voru þetta bara mótmæli,“ segir Benedikt. „Ég veit ekki annað en að menn hafi verið frjálsir að því að mótmæla á Íslandi.“ Benedikt segir það þó ekki hans að dæma, nú muni ákærusvið lögreglu fjalla um málið og ákveða hvort gefin verði út ákæra. Verði það gert sé það dómstóla að meta hvort þetta hafi verið eðlileg mótmæli eða hatursglæpur.Segir blasa við að lög hafi verið brotinÍ 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er það ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um svokallaða hatursglæpi. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að við blasi að brotið hafi verið gegn þessari grein með því að koma svínshausum, blóðugum Kóran og öðru fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira