Erlent

Krókódílar nota beitu til að ná fuglum

Brjánn Jónasson skrifar
Krókódílar gætu verið snjallari en þeir líta út fyrir að vera, þó þessi tiltekni krókkódíll noti ekki greinar til að lokka til sín fugla.
Krókódílar gætu verið snjallari en þeir líta út fyrir að vera, þó þessi tiltekni krókkódíll noti ekki greinar til að lokka til sín fugla. Fréttablaðið/EPA
Krókódílar eru vel hannaðir til veiða, en vísindamenn hafa nú sýnt fram á að ákveðnar tegundir nota litlar trjágreinar sem beitu til að auðvelda sér að veiða fugla.

Krókódílarnir, sem rannsakaðir voru í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum, mörruðu í kafi á grynningum og komu greinum fyrir á höfðinu á þeim tíma árs þegar vaðfuglar unnu að hreiðurgerð. Sagt er frá rannsókninni á vefnum Science Daily.

Þetta er í fyrsta skipti sem sýnt er fram á að skriðdýr noti verkfæri. Þá er þetta í fyrsta skipti þar sem sýnt er að veiðidýr noti beitu sem henti á ákveðnum árstímum vegna hegðunar veiðidýranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×