Erlent

Minni unglingadrykkja þökk sé Facebook

Verulega hefur dregið úr unglingadrykkju í Svíþjóð á síðustu árum. Í nýrri könnun sögðust 47 prósent níundubekkinga hafa bragðað áfengi og hefur hlutfallið aldrei verið lægra frá því byrjað var að kanna þetta árið 1971.

Félagsfræðingar telja að skýra megi þetta m.a. út frá breyttu hegðunarmynstri unglinga. Áður fyrr hittust unglingar á ákveðnum stöðum þar sem áfengi var oftar en ekki haft um hönd. Nú hittast unglingar hins vegar á samfélagsmiðlum á Netinu og þar er áfengi eins og gefur að skilja ekki eins sýnilegt og félagslegur þrýstingur því minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×