Segir ráðherrann spilla friði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2013 08:00 Dynkur. Formaður Landverndar býður Ragnheiði Elínu í fossaferð svo hún sjái Dynk og aðra fossa sem framkvæmdirnar myndu eyðileggja. Ragnheiður Kristjónsdóttir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að færa Norðlingaöldu úr verndunarflokki í virkjunarflokk. Fyrir helgi heimsótti Ragnheiður Elín Þjórsárver ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og segist eftir ferðina sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn, þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir,“ segir hún. Svandís segir þessi áform ráðherrans hins vegar á skjön við lög og þá sátt sem Alþingi hafi komið sér saman um. „Hún talar um það að þetta snúist um einhvers konar sátt en sáttin liggur nú þegar fyrir, þingið er búið að koma sér saman um hana. Það sem Ragnheiður Elín er að gera er að efna til ófriðar,“ segir Svandís. „Norðlingaalda er í verndarflokki og það gildir einu hvað Ragnheiði Elínu finnst um það,“ segir Svandís enn fremur og bætir við að samkvæmt lögum beri Umhverfisstofnun að hefja friðlýsingaferli allra virkjanahugmynda sem séu í verndarflokki. „Það vekur áhyggjur ef framkvæmdarvaldið virðir lagabókstafinn svo lítils að ráðherra telur sig geta í samvinnu við virkjunaraðila tekið virkjunarhugmynd úr verndarflokki og skellt henni í nýtingarflokk.“ Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, er með tilboð handa ráðherranum. „Þetta hefur greinilega verið árangursrík ferð en eflaust voru ekki öll sjónarmið með í henni,“ segir hann. „Þannig að við bjóðum ráðherranum nú formlega í fossaferð svo hún geti séð Dynk, Kjálkaversfoss og Gljúfurleitarfoss sem allir hyrfu ef þessar hugmyndir gengu eftir. Í raun gefur Dynkur Gullfossi ekkert eftir svo ef menn vilja dreifa umferð ferðamanna þá er lítið mál að gera samgöngur í stakk búnar til að bera strauminn að Dynki. Það væri betri kostur en virkjun.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að færa Norðlingaöldu úr verndunarflokki í virkjunarflokk. Fyrir helgi heimsótti Ragnheiður Elín Þjórsárver ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og segist eftir ferðina sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn, þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir,“ segir hún. Svandís segir þessi áform ráðherrans hins vegar á skjön við lög og þá sátt sem Alþingi hafi komið sér saman um. „Hún talar um það að þetta snúist um einhvers konar sátt en sáttin liggur nú þegar fyrir, þingið er búið að koma sér saman um hana. Það sem Ragnheiður Elín er að gera er að efna til ófriðar,“ segir Svandís. „Norðlingaalda er í verndarflokki og það gildir einu hvað Ragnheiði Elínu finnst um það,“ segir Svandís enn fremur og bætir við að samkvæmt lögum beri Umhverfisstofnun að hefja friðlýsingaferli allra virkjanahugmynda sem séu í verndarflokki. „Það vekur áhyggjur ef framkvæmdarvaldið virðir lagabókstafinn svo lítils að ráðherra telur sig geta í samvinnu við virkjunaraðila tekið virkjunarhugmynd úr verndarflokki og skellt henni í nýtingarflokk.“ Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, er með tilboð handa ráðherranum. „Þetta hefur greinilega verið árangursrík ferð en eflaust voru ekki öll sjónarmið með í henni,“ segir hann. „Þannig að við bjóðum ráðherranum nú formlega í fossaferð svo hún geti séð Dynk, Kjálkaversfoss og Gljúfurleitarfoss sem allir hyrfu ef þessar hugmyndir gengu eftir. Í raun gefur Dynkur Gullfossi ekkert eftir svo ef menn vilja dreifa umferð ferðamanna þá er lítið mál að gera samgöngur í stakk búnar til að bera strauminn að Dynki. Það væri betri kostur en virkjun.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira