Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, sagði á þriðjudaginn að hann hygðist koma á fót kynþáttakvóta svo að erlend fyrirtæki í ýmsum greinum verða að vera í meirihlutaeigu þeldökkra Zimbabwe búa.
Fyrirætlanir Mugabes í bland við almenna pólitíska óvissu eru taldar munu draga enn úr erlendum fjárfestingum í Zimbabwe sem hafa verið í lágmarki síðan upp úr aldamótunum seinustu.
Fjöldi erlendra fyrirtækja á borð við Barclays, Nestlé og Standard Chartered eru í Zimbabwe, en ekkert liggur fyrir um hvaða áhrif kynþáttakvótinn mun hafa á þessi félög.
