Erlent

Jesse Jackson yngri í 30 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það var þungt yfir Jackson eftir að dómur var kveðinn upp.
Það var þungt yfir Jackson eftir að dómur var kveðinn upp. mynd/afp
Fyrrverandi þingmaðurinn Jesse Jackson yngri var í dag dæmdur í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Jackson játaði sök og viðurkenndi að hafa beitt bandarísku þjóðina blekkingum.

Jackson, sem er sonur baráttuleiðtogans Jesse Jackson, var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa notað 750 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum til einkanota, en það nemur um 90 milljónum íslenskra króna. Þá var eiginkona Jackson einnig dæmd í tólf mánaða fangelsi fyrir að fylla skattframtal sitt viljandi vitlaust út.

„Þú veist betur,“ sagði dómarinn við Jackson í réttarsalnum, og sagði hún það dapurlegt hvernig Jackson misnotaði traust almennings.

Jackson bað um að eiginkonu sinni yrði ekki refsað vegna þess sem hann gerði. „Ég bið um að börnin mín verði ekki látin gjalda gjörða minna. Ef skilorðsbundin refsing er ekki í boði fyrir konuna mína, bætið þá hennar tíma við minn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×