Vill pólitíkusa frá samningaborðinu Trausti Hafliðason skrifar 22. febrúar 2013 07:00 Orri Vigfússon skrifaði nýlega opnugrein um makríldeiluna í dagblaðið The Scottish Times. Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár." Loftslagsmál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár."
Loftslagsmál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira