Kenndi hestinum að leggja saman og telja Brjánn Jónasson skrifar 19. mars 2013 07:00 „Skuggi er örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt, hann lærir allt mjög hratt," segir Jónína Valgerður Örvar, 15 ára hestakona sem hefur kennt hestinum sínum að telja og reikna. Skuggasveinn, oftast kallaður Skuggi, er tíu vetra hestur sem Jónína hefur verið með í ár. Á nokkrum dögum tókst Jónínu að kenna Skugga að telja, og komst svo að því að hann átti auðvelt með að leggja saman líka. Skuggi sýndi blaðamanni hlýðinn hvernig hann taldi upp að tíu með því að berja hófunum í snjóskafl, og að því loknu lagði hann saman einn og einn, og svo tvo og einn. Jónína kenndi Skugga spænska sporið svokallaða í vetur, en þegar hestar stíga spænska sporið lyfta þeir framfótunum og slá hófnum í jörðina. „Vinkona mín var að grínast í mér þegar ég var að sýna henni spænska sporið og spurði hvort ég ætlaði að kenna honum að telja. Ég hélt að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera, en svo fór ég að prófa mig áfram," segir Jónína. Hún byrjaði á að kenna honum að telja upp í tvo en sá svo að hann var lærdómsfús og hélt áfram að kenna honum tölurnar. Jónína notar hestanammi sem Skuggi er sólginn í til að fá hann til að telja og leggja saman. Þegar hann telur rétt fær hann nammi að launum. „Hann var ótrúlega fljótur að læra þetta, mér fannst næstum eins og hann kynni þetta fyrir þó að honum hafi aldrei verið kennt þetta." Jónína segir líklegt að Skuggi sé óvenju vel gefinn af hesti að vera og læri allt sem honum sé kennt hratt og vel. Það sama eigi við um systur hans, þó að hún hafi ekki enn verið kynnt fyrir heimi stærðfræðinnar á sama hátt og Skuggi. Talnaþjálfun Skugga hefur ekki tekið sérlega langan tíma, hann byrjaði að læra síðastliðinn föstudag, og sýndi listir sínar þegar Fréttablaðið leit í heimsókn í hesthúsahverfið í Hafnarfirði á sunnudag. Jónína segir þetta í fyrsta skipti sem hún hafi reynt að kenna hesti tölurnar, og þó er hún búin að vera í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún hefur enn ekki fengið mikil viðbrögð frá öðrum hestamönnum enda hefur hún ekki verið að auglýsa sérstaklega hæfileika hins talnaglögga Skugga utan nánasta vinahópsins. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
„Skuggi er örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt, hann lærir allt mjög hratt," segir Jónína Valgerður Örvar, 15 ára hestakona sem hefur kennt hestinum sínum að telja og reikna. Skuggasveinn, oftast kallaður Skuggi, er tíu vetra hestur sem Jónína hefur verið með í ár. Á nokkrum dögum tókst Jónínu að kenna Skugga að telja, og komst svo að því að hann átti auðvelt með að leggja saman líka. Skuggi sýndi blaðamanni hlýðinn hvernig hann taldi upp að tíu með því að berja hófunum í snjóskafl, og að því loknu lagði hann saman einn og einn, og svo tvo og einn. Jónína kenndi Skugga spænska sporið svokallaða í vetur, en þegar hestar stíga spænska sporið lyfta þeir framfótunum og slá hófnum í jörðina. „Vinkona mín var að grínast í mér þegar ég var að sýna henni spænska sporið og spurði hvort ég ætlaði að kenna honum að telja. Ég hélt að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera, en svo fór ég að prófa mig áfram," segir Jónína. Hún byrjaði á að kenna honum að telja upp í tvo en sá svo að hann var lærdómsfús og hélt áfram að kenna honum tölurnar. Jónína notar hestanammi sem Skuggi er sólginn í til að fá hann til að telja og leggja saman. Þegar hann telur rétt fær hann nammi að launum. „Hann var ótrúlega fljótur að læra þetta, mér fannst næstum eins og hann kynni þetta fyrir þó að honum hafi aldrei verið kennt þetta." Jónína segir líklegt að Skuggi sé óvenju vel gefinn af hesti að vera og læri allt sem honum sé kennt hratt og vel. Það sama eigi við um systur hans, þó að hún hafi ekki enn verið kynnt fyrir heimi stærðfræðinnar á sama hátt og Skuggi. Talnaþjálfun Skugga hefur ekki tekið sérlega langan tíma, hann byrjaði að læra síðastliðinn föstudag, og sýndi listir sínar þegar Fréttablaðið leit í heimsókn í hesthúsahverfið í Hafnarfirði á sunnudag. Jónína segir þetta í fyrsta skipti sem hún hafi reynt að kenna hesti tölurnar, og þó er hún búin að vera í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún hefur enn ekki fengið mikil viðbrögð frá öðrum hestamönnum enda hefur hún ekki verið að auglýsa sérstaklega hæfileika hins talnaglögga Skugga utan nánasta vinahópsins.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels