Kenndi hestinum að leggja saman og telja Brjánn Jónasson skrifar 19. mars 2013 07:00 „Skuggi er örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt, hann lærir allt mjög hratt," segir Jónína Valgerður Örvar, 15 ára hestakona sem hefur kennt hestinum sínum að telja og reikna. Skuggasveinn, oftast kallaður Skuggi, er tíu vetra hestur sem Jónína hefur verið með í ár. Á nokkrum dögum tókst Jónínu að kenna Skugga að telja, og komst svo að því að hann átti auðvelt með að leggja saman líka. Skuggi sýndi blaðamanni hlýðinn hvernig hann taldi upp að tíu með því að berja hófunum í snjóskafl, og að því loknu lagði hann saman einn og einn, og svo tvo og einn. Jónína kenndi Skugga spænska sporið svokallaða í vetur, en þegar hestar stíga spænska sporið lyfta þeir framfótunum og slá hófnum í jörðina. „Vinkona mín var að grínast í mér þegar ég var að sýna henni spænska sporið og spurði hvort ég ætlaði að kenna honum að telja. Ég hélt að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera, en svo fór ég að prófa mig áfram," segir Jónína. Hún byrjaði á að kenna honum að telja upp í tvo en sá svo að hann var lærdómsfús og hélt áfram að kenna honum tölurnar. Jónína notar hestanammi sem Skuggi er sólginn í til að fá hann til að telja og leggja saman. Þegar hann telur rétt fær hann nammi að launum. „Hann var ótrúlega fljótur að læra þetta, mér fannst næstum eins og hann kynni þetta fyrir þó að honum hafi aldrei verið kennt þetta." Jónína segir líklegt að Skuggi sé óvenju vel gefinn af hesti að vera og læri allt sem honum sé kennt hratt og vel. Það sama eigi við um systur hans, þó að hún hafi ekki enn verið kynnt fyrir heimi stærðfræðinnar á sama hátt og Skuggi. Talnaþjálfun Skugga hefur ekki tekið sérlega langan tíma, hann byrjaði að læra síðastliðinn föstudag, og sýndi listir sínar þegar Fréttablaðið leit í heimsókn í hesthúsahverfið í Hafnarfirði á sunnudag. Jónína segir þetta í fyrsta skipti sem hún hafi reynt að kenna hesti tölurnar, og þó er hún búin að vera í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún hefur enn ekki fengið mikil viðbrögð frá öðrum hestamönnum enda hefur hún ekki verið að auglýsa sérstaklega hæfileika hins talnaglögga Skugga utan nánasta vinahópsins. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Skuggi er örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt, hann lærir allt mjög hratt," segir Jónína Valgerður Örvar, 15 ára hestakona sem hefur kennt hestinum sínum að telja og reikna. Skuggasveinn, oftast kallaður Skuggi, er tíu vetra hestur sem Jónína hefur verið með í ár. Á nokkrum dögum tókst Jónínu að kenna Skugga að telja, og komst svo að því að hann átti auðvelt með að leggja saman líka. Skuggi sýndi blaðamanni hlýðinn hvernig hann taldi upp að tíu með því að berja hófunum í snjóskafl, og að því loknu lagði hann saman einn og einn, og svo tvo og einn. Jónína kenndi Skugga spænska sporið svokallaða í vetur, en þegar hestar stíga spænska sporið lyfta þeir framfótunum og slá hófnum í jörðina. „Vinkona mín var að grínast í mér þegar ég var að sýna henni spænska sporið og spurði hvort ég ætlaði að kenna honum að telja. Ég hélt að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera, en svo fór ég að prófa mig áfram," segir Jónína. Hún byrjaði á að kenna honum að telja upp í tvo en sá svo að hann var lærdómsfús og hélt áfram að kenna honum tölurnar. Jónína notar hestanammi sem Skuggi er sólginn í til að fá hann til að telja og leggja saman. Þegar hann telur rétt fær hann nammi að launum. „Hann var ótrúlega fljótur að læra þetta, mér fannst næstum eins og hann kynni þetta fyrir þó að honum hafi aldrei verið kennt þetta." Jónína segir líklegt að Skuggi sé óvenju vel gefinn af hesti að vera og læri allt sem honum sé kennt hratt og vel. Það sama eigi við um systur hans, þó að hún hafi ekki enn verið kynnt fyrir heimi stærðfræðinnar á sama hátt og Skuggi. Talnaþjálfun Skugga hefur ekki tekið sérlega langan tíma, hann byrjaði að læra síðastliðinn föstudag, og sýndi listir sínar þegar Fréttablaðið leit í heimsókn í hesthúsahverfið í Hafnarfirði á sunnudag. Jónína segir þetta í fyrsta skipti sem hún hafi reynt að kenna hesti tölurnar, og þó er hún búin að vera í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún hefur enn ekki fengið mikil viðbrögð frá öðrum hestamönnum enda hefur hún ekki verið að auglýsa sérstaklega hæfileika hins talnaglögga Skugga utan nánasta vinahópsins.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira