Utan vallar: Bjart fram undan þótt nú sé skýjað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2013 15:41 Sandra María Jessen, Glódís Perla Viggósdóttir og Elín Metta Jensen eru allar fæddar árið 1995. Mynd/Daníel Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Sviss á dögunum sveið sárt af mörgum ástæðum. Fáir áttu von á því og algjörum yfirburðum gestanna. Leikurinn var kveðjuleikur fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur sem tilefni hefði verið til að kveðja á jákvæðari nótum. Þá gáfu úrslitin ekki fögur fyrirheit upp á framtíðina í fyrsta leik nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Því má ekki gleyma að Freys beið vandasamt verkefni þegar hann tók við liðinu. Fyrir utan þá staðreynd að Freyr er kominn í nýtt starfsumhverfi var orðið ljóst að árin fram undan gætu verið erfið hjá landsliðinu.Breytingar taka tíma Árangur liðsins á Evrópumótinu í sumar var betri en flestir þorðu að vona. Sprungur í liðinu voru orðnar vel sýnilegar í aðdraganda mótsins enda gengið ekki gott. Tap gegn Skotlandi á heimavelli skömmu fyrir mót fékk margan til þess að klóra sér í hausnum. Nú hefur Ísland unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum og í fyrsta skipti síðan 2004 vann liðið ekki leik í Dalnum. Þrátt fyrir skamman tíma með liðið fyrir leikinn gegn Sviss gerði Freyr fjölmargar breytingar á liðinu. Hann mat þær kannski nauðsynlegar en þær skiluðu engu. Stelpurnar okkar hafa líklega aldrei virkað jafn áttavilltar í Laugardalnum, í það minnsta ekki gegn lægra skrifuðum mótherja. Fljótfærni væri að dæma Frey af fyrsta leik og auðvelt að sýnast vitur að leik loknum. Draumurinn um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í Kanada 2015 virðist þó afar fjarlægur eins og sakir standa. Draumurinn var þó fjarlægur til að byrja með. Eitt lið fer beint á HM og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sjö spila undanúrslita- og úrslitaleiki um eitt laust sæti til viðbótar. Sviss var fyrirfram talið þriðja sterkasta liðið í riðlinum þar sem Danir eru sterkastir. Auðvitað getur allt gerst en landsmenn ættu ekki að gera sér of miklar vonir. Nýr landsliðsþjálfari þarf tíma til að móta og hrinda hugmyndum í framkvæmd og um leið gera nauðsynlegar breytingar á liðinu fyrir komandi ár. Slíkar breytingar þarf að gera á öllum landsliðum en geta reynst erfiðari kvennamegin þar sem ekki er fyrir 21 árs landsliði að fara líkt og karlamegin. Sá kjarni sem leiðir karlalandsliðið í velgengni sinni um þessar mundir byggir á dýrmætri reynslu úr 21 árs landsliðinu. Því þurfa nýir leikmenn kvennamegin að stíga stórt skref inn á A-landsliðssviðið. Eðlilegt er að það taki tíma. Þótt ekki sé heiðskírt sem stendur er óþarfi að fyllast vonleysi.EM 2017 er málið Sextán lið munu keppa á Evrópumótinu árið 2017 eða fjórum fleiri en í undanförnum lokakeppnum. Þar verður góður möguleiki á að tryggja sér sæti. Oft og réttilega er talað um uppgang kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. Því má þó ekki gleyma að Ísland á afar efnilegar og metnaðarfullar stelpur sem hafa þegar staðið vaktina með sóma í yngri landsliðum Íslands. Stelpurnar sem komu Íslandi í fjögurra þjóða úrslitakeppni Evrópumótsins 17 ára og yngri sumarið 2011 verða orðnar 22 og 23 ára eftir fjögur ár. Þær verða þá vonandi komnar með fjölmarga A-landsleiki undir beltið og þær allra bestu komnar að hjá félagsliðum erlendis eða í háskólaboltann vestanhafs. Okkar sterkustu leikmenn í dag verða flestir í fullu fjöri og samkeppni um stöður í liðinu meiri en nú. Þá verður hægt að setja sér háleit og raunhæf markmið. Sæti í átta liða úrslitum gæti verið orðið að kröfu en ekki árangur framar vonum. Íslenski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Sviss á dögunum sveið sárt af mörgum ástæðum. Fáir áttu von á því og algjörum yfirburðum gestanna. Leikurinn var kveðjuleikur fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur sem tilefni hefði verið til að kveðja á jákvæðari nótum. Þá gáfu úrslitin ekki fögur fyrirheit upp á framtíðina í fyrsta leik nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Því má ekki gleyma að Freys beið vandasamt verkefni þegar hann tók við liðinu. Fyrir utan þá staðreynd að Freyr er kominn í nýtt starfsumhverfi var orðið ljóst að árin fram undan gætu verið erfið hjá landsliðinu.Breytingar taka tíma Árangur liðsins á Evrópumótinu í sumar var betri en flestir þorðu að vona. Sprungur í liðinu voru orðnar vel sýnilegar í aðdraganda mótsins enda gengið ekki gott. Tap gegn Skotlandi á heimavelli skömmu fyrir mót fékk margan til þess að klóra sér í hausnum. Nú hefur Ísland unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum og í fyrsta skipti síðan 2004 vann liðið ekki leik í Dalnum. Þrátt fyrir skamman tíma með liðið fyrir leikinn gegn Sviss gerði Freyr fjölmargar breytingar á liðinu. Hann mat þær kannski nauðsynlegar en þær skiluðu engu. Stelpurnar okkar hafa líklega aldrei virkað jafn áttavilltar í Laugardalnum, í það minnsta ekki gegn lægra skrifuðum mótherja. Fljótfærni væri að dæma Frey af fyrsta leik og auðvelt að sýnast vitur að leik loknum. Draumurinn um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í Kanada 2015 virðist þó afar fjarlægur eins og sakir standa. Draumurinn var þó fjarlægur til að byrja með. Eitt lið fer beint á HM og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sjö spila undanúrslita- og úrslitaleiki um eitt laust sæti til viðbótar. Sviss var fyrirfram talið þriðja sterkasta liðið í riðlinum þar sem Danir eru sterkastir. Auðvitað getur allt gerst en landsmenn ættu ekki að gera sér of miklar vonir. Nýr landsliðsþjálfari þarf tíma til að móta og hrinda hugmyndum í framkvæmd og um leið gera nauðsynlegar breytingar á liðinu fyrir komandi ár. Slíkar breytingar þarf að gera á öllum landsliðum en geta reynst erfiðari kvennamegin þar sem ekki er fyrir 21 árs landsliði að fara líkt og karlamegin. Sá kjarni sem leiðir karlalandsliðið í velgengni sinni um þessar mundir byggir á dýrmætri reynslu úr 21 árs landsliðinu. Því þurfa nýir leikmenn kvennamegin að stíga stórt skref inn á A-landsliðssviðið. Eðlilegt er að það taki tíma. Þótt ekki sé heiðskírt sem stendur er óþarfi að fyllast vonleysi.EM 2017 er málið Sextán lið munu keppa á Evrópumótinu árið 2017 eða fjórum fleiri en í undanförnum lokakeppnum. Þar verður góður möguleiki á að tryggja sér sæti. Oft og réttilega er talað um uppgang kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. Því má þó ekki gleyma að Ísland á afar efnilegar og metnaðarfullar stelpur sem hafa þegar staðið vaktina með sóma í yngri landsliðum Íslands. Stelpurnar sem komu Íslandi í fjögurra þjóða úrslitakeppni Evrópumótsins 17 ára og yngri sumarið 2011 verða orðnar 22 og 23 ára eftir fjögur ár. Þær verða þá vonandi komnar með fjölmarga A-landsleiki undir beltið og þær allra bestu komnar að hjá félagsliðum erlendis eða í háskólaboltann vestanhafs. Okkar sterkustu leikmenn í dag verða flestir í fullu fjöri og samkeppni um stöður í liðinu meiri en nú. Þá verður hægt að setja sér háleit og raunhæf markmið. Sæti í átta liða úrslitum gæti verið orðið að kröfu en ekki árangur framar vonum.
Íslenski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira