Eddutilnefningarnar: Það þarf fleiri sögur um konur 30. janúar 2013 23:47 Dögg Mósesdóttir „Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni). Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
„Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni).
Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20
Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07