Innlent

Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar

Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik voru tilnefndar til Edduverðlaunanna í flokknum besta myndin en tilnefningarnar voru kynntar í Bíó Paradís fyrr í dag.

Alls voru 102 verk sem send inn á hátíðina, þar af 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni.

Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Hér að neðan má sjá nokkar tilnefningar, en fleiri koma innan skamms.

Leikari í aðalhlutverki:

Björn Thors, Frost

Jóhannes Haukur Jóhannesson, Svartur á leik

Kjartan Guðjónsson, Pressa 3

Ólafur Darri Ólafsson, Djúpið

Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Svartur á leik

Leikari í aukahlutverki:

Björn Thors, Djúpið

Damon Younger, Svartur á leik

Stefán Hallur Stefánsson, Djúpið

Theodór Júlíusson, Djúpið

Þorsteinn Bachmann, Pressa 3

Leikkona í aðalhlutverki:

Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Frost

Elin Petersdóttir, Stars Above

Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Pressa 3

Leikkona í aukahlutverki:

Arndís Hrönn Egilsdóttir, Pressa 3

María Birta Bjarnadóttir, Svartur á leik

Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Djúpið

Leikstjóri:

Baltasar Kormákur, Djúpið

Grímur Hákonarson, Hreint hjarta

Óskar Jónasson, Pressa 3

Óskar Þór Axelsson, Svartur á leik

Reynir Lyngdal, Frost

Leikið sjónvarpsefni:

Áramótaskaup sjónvarpsins 2012

Mið-Ísland

Pressa 3

Skemmtiþáttur ársins:

Andraland

Dans Dans Dans 2

Hraðfréttir

Spurningabomban

Steindinn okkar

Menningar- eða lífsstílsþáttur:

Djöflaeyjan

Hljómskálinn

Kiljan

Með okkar augum

Tónspor

Frétta- eða viðtalsþáttur:

Glettur

Kastljós

Landinn

Málið

Neyðarlínan

Barnaefni:

Algjör Sveppi - sería 5

Ávaxtakarfan

Stundin okkar

Brellur:

Björn Daníel Svavarsson, Steindinn okkar 3

Daði Einarsson, Djúpið

Haukur Karlsson (hefðbundnar brellur), Svartur á leik

Búningar:

Helga I. Stefánsdóttir, Djúpið

Margrét Einarsdóttir, Svartur á leik

María Theodora Ólafsdóttir, Ávaxtakarfan

Gervi:

Harpa Káradóttir / Sara Bergmann, Steindinn okkar 3

Ragna Fossberg, Djúpið

Steinunn Þórðardóttir, Svartur á leik

Handrit:

Jón Atli Jónasson / Baltasar Kormákur, Djúpið

Óli Jón Gunnarsson, Gunna

Jóhann Ævar Grímsson / Margrét Örnólfsdóttir / Óskar Jónasson / Sigurjón Kjartansson, Pressa 3

Óskar Þór Axelsson, Pressa 3

Ragnhildur Sverrisdóttir / Sölvi Tryggvason / Þór Jónsson, Sönn íslensk sakamál

Heimildamynd:

Amma Lo-fi: Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur

Hrafnhildur - Heimildamynd um kynleiðréttingu

Hreint hjarta

Íslensku björgunarsveitirnar

Sundið

Hljóð:

Huldar Freyr Arnarson, Svartur á leik

Kjartan Kjartansson / Ingvar Lundberg, Djúpið

Pétur Einarsson, Pressa 3

Klipping:

Grímur Hákonarson / Steinþór Birgisson, Hreint hjarta

Guðni Hilmar Halldórsson / Jakob Halldórsson, Pressa 3

Kristján Loðmfjörð, Svartur á leik

Sverrir Kristjánsson / Elísabet Rónaldsdóttir, Djúpið

Sævar Guðmundsson, Sönn íslensk sakamál

Kvikmyndataka:

Arnar Þórisson, Pressa 3

Bergsteinn Björgúlfsson, Djúpið

Bergsteinn Björgúlfsson, Svartur á leik

G. Magni Ágústsson, ÍKS, Wallander Before the Frost

Karl Óskarsson, Sailcloth

Leikmynd:

Atli Geir Grétarsson, Djúpið

Haukur Karlsson, Svartur á leik

Linda Mjöll Stefánsdóttir, Ávaxtakarfan

Stuttmynd:

Brynhildur og Kjartan

Fórn

Sailcloth

Tónlist:

Ben Frost / Daníel Bjarnason, Djúpið

Frank Hall, Svartur á leik

Hallvarður Ásgeirsson, Hreint hjarta

Hilmar Örn Hilmarsson / Örn Eldjárn, Mona

Hjaltalín, Days of Gray




Fleiri fréttir

Sjá meira


×