Eddutilnefningarnar: Það þarf fleiri sögur um konur 30. janúar 2013 23:47 Dögg Mósesdóttir „Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni). Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
„Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni).
Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20
Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07