Eddutilnefningarnar: Það þarf fleiri sögur um konur 30. janúar 2013 23:47 Dögg Mósesdóttir „Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni). Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni).
Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20
Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07