Erlent

Frakkar afnema lög sem bönnuðu konum að klæðast buxum

Frönsk stjórnvöld hafa numið úr gildi rúmlega 200 ára gömul lög sem banna konum þar í landi að ganga í buxum.

Lög þessi voru sett árið 1800 og voru löngu orðin úrelt. Samkvæmt þeim þurftu konur að fá leyfi frá lögreglunni ef þær ætluðu sér að klæðast eins og karlmenn og ganga um í buxum.

Upphaflega hugsunin á bakvið þessi lög var að útiloka konur frá ákveðnum störfum að því er segir í frétt um málið á vefsíðu BBC.

Lögunum var breytt árin 1892 og 1909 þannig að konur fengu leyfi til að klæðast buxum ef þær riðu á hesti eða ferðuðust um á reiðhjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×