Plaggið verður ekki misskilið 23. maí 2013 06:00 Grétar Þór Eyþórsson Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af því að helstu áherslur beggja flokka fá að njóta sín; skuldaniðurfelling Framsóknar og skattabreytingar Sjálfstæðisflokksins. Ekkert kemur sérstaklega á óvart þegar á heildina er litið. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Spurður um einstaka málaflokka segir Grétar um Evrópumálin að orðalag stefnuyfirlýsingarinnar opni á að ef úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins komi illa út sé ekkert endilega víst að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Peningamálin verða svo að skoðast í samhengi við áherslur í Evrópumálunum. Grétar tekur undir að yfirlýsingin sé frekar varfærin í framsetningu. „Menn teygja sig ekki of langt. En þrátt fyrir allt er erfitt að misskilja plaggið í öllum helstu áhersluatriðum. Það kemur skýrt fram hvert skal stefnt,“ segir Grétar. Hann er ekki sammála því að umhverfismálin þurfi að líða fyrir breytingarnar. „Það er allt of snemmt að segja að umhverfismálin séu sett niður með þessu. Landbúnaðurinn er ekki stór málaflokkur. Svo að hafa sjávarútveg og umhverfismálin saman verður að skoðast í því að ráðuneytið heitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Það má ekki gleymast.“ Að ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar eiga það sammerkt að hafa aldrei áður setið á þeim stóli segir Grétar skemmtilegt sögulega, en það hafi í sínum huga ekki dýpri þýðingu. Allir ráðherrarnir hafi mikla reynslu úr stjórnmálum – bæði í landsmálunum og á sveitarstjórnarstiginu. - shá Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af því að helstu áherslur beggja flokka fá að njóta sín; skuldaniðurfelling Framsóknar og skattabreytingar Sjálfstæðisflokksins. Ekkert kemur sérstaklega á óvart þegar á heildina er litið. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Spurður um einstaka málaflokka segir Grétar um Evrópumálin að orðalag stefnuyfirlýsingarinnar opni á að ef úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins komi illa út sé ekkert endilega víst að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Peningamálin verða svo að skoðast í samhengi við áherslur í Evrópumálunum. Grétar tekur undir að yfirlýsingin sé frekar varfærin í framsetningu. „Menn teygja sig ekki of langt. En þrátt fyrir allt er erfitt að misskilja plaggið í öllum helstu áhersluatriðum. Það kemur skýrt fram hvert skal stefnt,“ segir Grétar. Hann er ekki sammála því að umhverfismálin þurfi að líða fyrir breytingarnar. „Það er allt of snemmt að segja að umhverfismálin séu sett niður með þessu. Landbúnaðurinn er ekki stór málaflokkur. Svo að hafa sjávarútveg og umhverfismálin saman verður að skoðast í því að ráðuneytið heitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Það má ekki gleymast.“ Að ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar eiga það sammerkt að hafa aldrei áður setið á þeim stóli segir Grétar skemmtilegt sögulega, en það hafi í sínum huga ekki dýpri þýðingu. Allir ráðherrarnir hafi mikla reynslu úr stjórnmálum – bæði í landsmálunum og á sveitarstjórnarstiginu. - shá
Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira