Grét yfir tíufréttunum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. maí 2013 17:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir, umhverfissinni og ritstjóri vefsíðunnar nattura.is. „Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira