Grét yfir tíufréttunum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. maí 2013 17:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir, umhverfissinni og ritstjóri vefsíðunnar nattura.is. „Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“ Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
„Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“
Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent