Kominn í Borgarleikhúsið Kjartan Guðmundsson skrifar 1. júní 2013 20:41 Þorvaldur Davíð hefur alið manninn í Los Angeles og á Íslandi síðan hann útskrifaðist úr Julliard listaháskólanum árið 2011. Hann verður hér heima á næstunni enda önnum kafinn í hinum ýmsu verkefnum. MyndGVA Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári. „Þetta er magnað verk og frábært hlutverk að takast á við fyrir nýútskrifaðan leikara," segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. Þorvaldur hefur jafnframt gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með hlutverk í fleiri sýningum á næsta leikári, meðal annars í leikritinu Jeppi á fjalli eftir Ludvig Holberg sem æfingar eru nýhafnar á. Simon Stephens er höfundur sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Sagan fjallar um óvenjulegan dreng, Christopher, sem leggur í langferð til að fá skilning á heimi fullorðna fólksins. Borgarleikúsið er fyrsta leikhúsið í heiminum til að til að tryggja sér sýningarréttinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt utan Bretlands og leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þorvaldur segist hlakka mikið til. „Hilmar Jónsson leikstjóra þekki ég til dæmis vel enda hef ég unnið með honum tvisvar áður, í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann er flottur leikstjóri og það verður gaman að vinna með honum. Við erum í raun nýbyrjuð að undirbúa sýninguna, vinna að persónusköpun og slíku, og það á ýmislegt eftir að koma í ljós." Aðspurður viðurkennir Þorvaldur Davíð að Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hafi mikinn sannfæringarkraft en ekki hafi þurft mikið til að sannfæra hann um að skrifa undir hjá Borgarleikhúsinu. Leikarinn útskrifaðist frá Juilliard listaháskólanum í New York seinni hluta árs 2011 og hefur síðan dvalið bæði í Los Angeles og hér heima á Íslandi í ýmsum verkefnum. Þar á meðal fór með hann aðalhlutverk í spennumyndinni Svartur á leik og hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í kringum áramótin. Í sumar hefjast tökur á enn einni myndinni sem Þorvaldur leikur í, Blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur, auk þess sem Þorvaldur vinnur þessa dagana að undirbúningi sjónvarpsseríu byggða á spennu sögum Ragnars Jónassonar. Í síðastnefnda verkefninu hyggst Þorvaldur leika aðalhlutverk og taka einnig þátt í framleiðslu þáttaraðarinnar ásamt Sagafilm. Því lítur út fyrir að Þorvaldur muni hafa lítinn frítíma í sumar, en hann á von á barni síðsumars ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur. „Við ætlum þó að reyna að komast eitthvert út á land, vonandi austur á Fáskrúðsfjörð að hitta fjölskyldu sem ég á þar. Það er draumurinn að komast þangað." Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári. „Þetta er magnað verk og frábært hlutverk að takast á við fyrir nýútskrifaðan leikara," segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. Þorvaldur hefur jafnframt gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með hlutverk í fleiri sýningum á næsta leikári, meðal annars í leikritinu Jeppi á fjalli eftir Ludvig Holberg sem æfingar eru nýhafnar á. Simon Stephens er höfundur sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Sagan fjallar um óvenjulegan dreng, Christopher, sem leggur í langferð til að fá skilning á heimi fullorðna fólksins. Borgarleikúsið er fyrsta leikhúsið í heiminum til að til að tryggja sér sýningarréttinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt utan Bretlands og leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þorvaldur segist hlakka mikið til. „Hilmar Jónsson leikstjóra þekki ég til dæmis vel enda hef ég unnið með honum tvisvar áður, í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann er flottur leikstjóri og það verður gaman að vinna með honum. Við erum í raun nýbyrjuð að undirbúa sýninguna, vinna að persónusköpun og slíku, og það á ýmislegt eftir að koma í ljós." Aðspurður viðurkennir Þorvaldur Davíð að Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hafi mikinn sannfæringarkraft en ekki hafi þurft mikið til að sannfæra hann um að skrifa undir hjá Borgarleikhúsinu. Leikarinn útskrifaðist frá Juilliard listaháskólanum í New York seinni hluta árs 2011 og hefur síðan dvalið bæði í Los Angeles og hér heima á Íslandi í ýmsum verkefnum. Þar á meðal fór með hann aðalhlutverk í spennumyndinni Svartur á leik og hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í kringum áramótin. Í sumar hefjast tökur á enn einni myndinni sem Þorvaldur leikur í, Blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur, auk þess sem Þorvaldur vinnur þessa dagana að undirbúningi sjónvarpsseríu byggða á spennu sögum Ragnars Jónassonar. Í síðastnefnda verkefninu hyggst Þorvaldur leika aðalhlutverk og taka einnig þátt í framleiðslu þáttaraðarinnar ásamt Sagafilm. Því lítur út fyrir að Þorvaldur muni hafa lítinn frítíma í sumar, en hann á von á barni síðsumars ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur. „Við ætlum þó að reyna að komast eitthvert út á land, vonandi austur á Fáskrúðsfjörð að hitta fjölskyldu sem ég á þar. Það er draumurinn að komast þangað."
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira