Byrjuðu á því að fara á skíði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2013 07:30 Skúli og félagar fengu að reyna ýmislegt. svig, gönguskíði og svo skíðaskotfimi.mynd/aðsend Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira