Brenndu fornar bækur í Timbuktu Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2013 00:00 Malískir hermenn Komnir á Gao-flugvöll, skammt austur af Timbuktu. Fréttablaðið/AP Herskáir íslamistar, tengdir samtökunum al-Kaída, hafa undanfarna tíu mánuði beitt af mikilli hörku strangtrúartúlkun sinni á lögum íslams í norðurhluta Malí, sem þeir náðu á sitt vald á síðasta ári. Þeir hafa eyðilagt fornar byggingar, refsað konum með svipuhöggum ef þær báru ekki andlitsblæjur og nú síðast kveikt í bókasafni í hinni sögufrægu borg Timbuktu. Þar hafa verið geymd merk fornrit, sum frá tólftu öld. „Þeir kveiktu í öllum mikilvægustu fornritunum. Fornum bókum um landafræði og vísindi. Þetta er saga borgarinnar Timbuktu og íbúa hennar," segir Ousmane Halle borgarstjóri. „Það er virkilega skelfilegt að þetta skuli hafa gerst." Hluta handritanna hafði reyndar verið komið undan áður en íslamistarnir hertóku borgina, þannig að ekki er vitað hve stór hluti þeirra eyðilagðist í eldinum. Eldinn í bókasafninu kveiktu þeir rétt áður en þeir flúðu borgina í gær, en franska hernum hefur tekist að hrekja þá burt frá Timbuktu. Íslamistarnir hafa flúið út í eyðimörkina í kring, en franski og malíski herinn bjuggu sig í gær undir að halda innreið sína í borgina. Íslamistarnir náðu borgunum Timbuktu, Gao og Kidal á sitt vald í mars á síðasta ári, stuttu eftir að herforingjar í Malí gerðu þar stjórnarbyltingu. Herforingjarnir sögðu þá gera byltingu vegna óánægju með það hve illa stjórnin hefði búið að hernum með þeim afleiðingum að hann hefði ekki getað varist uppreisn íslamista. Íslamistarnir hafa nú verið hraktir burt frá bæði Gao og Timbuktu en halda enn borginni Kidal, sem er höfuðstaður héraðsins. Franski herinn náði Gao á sitt vald á laugardag. Strax aðfaranótt sunnudag náðu Frakkar flugvellinum í Timbuktu á sitt vald og síðan öllum umferðarleiðum til og frá borginni. Eyðileggingarherferð íslamista í Malí minnir mjög á skemmdarverk sem talibanar í Afganistan unnu á fornminjum þar í landi fyrir rúmum áratug. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Herskáir íslamistar, tengdir samtökunum al-Kaída, hafa undanfarna tíu mánuði beitt af mikilli hörku strangtrúartúlkun sinni á lögum íslams í norðurhluta Malí, sem þeir náðu á sitt vald á síðasta ári. Þeir hafa eyðilagt fornar byggingar, refsað konum með svipuhöggum ef þær báru ekki andlitsblæjur og nú síðast kveikt í bókasafni í hinni sögufrægu borg Timbuktu. Þar hafa verið geymd merk fornrit, sum frá tólftu öld. „Þeir kveiktu í öllum mikilvægustu fornritunum. Fornum bókum um landafræði og vísindi. Þetta er saga borgarinnar Timbuktu og íbúa hennar," segir Ousmane Halle borgarstjóri. „Það er virkilega skelfilegt að þetta skuli hafa gerst." Hluta handritanna hafði reyndar verið komið undan áður en íslamistarnir hertóku borgina, þannig að ekki er vitað hve stór hluti þeirra eyðilagðist í eldinum. Eldinn í bókasafninu kveiktu þeir rétt áður en þeir flúðu borgina í gær, en franska hernum hefur tekist að hrekja þá burt frá Timbuktu. Íslamistarnir hafa flúið út í eyðimörkina í kring, en franski og malíski herinn bjuggu sig í gær undir að halda innreið sína í borgina. Íslamistarnir náðu borgunum Timbuktu, Gao og Kidal á sitt vald í mars á síðasta ári, stuttu eftir að herforingjar í Malí gerðu þar stjórnarbyltingu. Herforingjarnir sögðu þá gera byltingu vegna óánægju með það hve illa stjórnin hefði búið að hernum með þeim afleiðingum að hann hefði ekki getað varist uppreisn íslamista. Íslamistarnir hafa nú verið hraktir burt frá bæði Gao og Timbuktu en halda enn borginni Kidal, sem er höfuðstaður héraðsins. Franski herinn náði Gao á sitt vald á laugardag. Strax aðfaranótt sunnudag náðu Frakkar flugvellinum í Timbuktu á sitt vald og síðan öllum umferðarleiðum til og frá borginni. Eyðileggingarherferð íslamista í Malí minnir mjög á skemmdarverk sem talibanar í Afganistan unnu á fornminjum þar í landi fyrir rúmum áratug.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira