Sigmundur Davíð segir deiluna sýna mikilvægi þess að verja fullveldið Karen Kjartansdóttir skrifar 16. júlí 2013 19:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira