Sigmundur Davíð segir deiluna sýna mikilvægi þess að verja fullveldið Karen Kjartansdóttir skrifar 16. júlí 2013 19:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ólíklegt að Evrópusambandið muni beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar. Málið sýni að Íslendingar geti haft meiri áhrif utan sambandsins en innan þess og mikilvægi þess að verja fullveldið og þar með hagsmuni þjóðarinnar út á við. „Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ svaraði Sigmundur spurningu um hvort málið sýni ekki mikilvægi þess að Íslendingar séu innan sambandsins. Mikið hefur verið fjallað um makríldeilu Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs til Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar sambandsins funduðu í gær og var mikill þrýstingur um að Maria Daminaki, sjávarútvegsstjóri sambandsins, beitti Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiðanna. Að loknum fundi í gær tilkynnti hún að Íslendingar sýndu engan samningsvilja og á næstu vikum yrði ákveðið hvort gripið yrði til refsiaðgerða. Sigmundur Davíð fundaði í dag með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og gerði grein fyrir afstöðu Íslands í makríldeilunni. „Barroso lagði áherslu á að Evrópusambandið vildi leysa málið með samningum og að það vildi ekki beita þvingunaraðgerðum sem gengju í berhögg við EES-samninginn og WPO-samningana. Það var auðvitað mjög jákvætt og æskilegt viðhorf enda er nú ekki langt síðan Evrópusambandið fór illa út úr því að sækja að Íslandi án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll. Menn vilja því varla eiga á hættu að fara út í aðgerðir sem síðar verða dæmdar ólögmætar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist hafa ítrekað við Barroso að Íslendingar vildu semja en það ætti að vera gert á grundvelli vísindarannsókna á breyttri gengd makrílsins.En nú áttu Íslendingar ekki fulltrúa á fundi sjávarútvegsráðherranna, sýnir þessi staða ekki að það er vont fyrir þjóðina að standa fyrir utan sambandið? „Þvert á móti. Ef við værum innan sambandsins hefði þetta ekki einu sinni komið upp. Þá hefði sambandið bara ákveðið hvernig það ætlaði að hafa þetta. Þá hefðum ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar. Þetta er því þvert á móti áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum. Verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira