Nú er hægt að fá sálfræðimeðferð í gegnum tölvur Hrund Þórsdóttir skrifar 8. september 2013 18:45 Fjóla Dögg Helgadóttir, doktor í sálfræði, hefur búið til forrit sem veitir hugræna atferlismeðferð. Sálfræðingurinn Fjóla Dögg Helgadóttir starfar við Oxfordháskóla og hóf vinnu við forrit sem gæti beitt hugrænni atferlismeðferð, í gegnum doktorsnám sitt fyrir átta árum. Í forritinu, sem nú er tilbúið, er byggt á rannsóknaþekkingu undanfarinna áratuga og er forritið þeim eiginleika gætt að geta sniðið meðferðina að hverjum einstaklingi út frá stöðluðum spurningalistum. „Það sem forritið í raun gerir er að spyrja fólk um hegðun og hugsanir þess í daglegu lífi og út frá þeim fer forritið í gegnum þær æfingar sem sálfræðingur myndi gera í venjulegri meðferð,“ segir Fjóla. Yfirleitt þarf fólk að fá greiningu á kvillum sínum til að fá hjálp, en forritið gerir það óþarft og getur til dæmis nýst þeim sem vilja auka sjálfsöryggi sitt. Forritið vinnur með notendum í sex mánuði. „Þú vinnur alls konar æfingar og fólk kemur yfirleitt svona 15 sinnum inn í forritið og fær hjálp án þess að þurfa að fara eitthvert og segja: „Ég er með félagsfælni og þess vegna þarf ég að fá meðferð“. Það er nýjungin í þessu.“ Forritið hefur einnig reynst vel við þunglyndi og í þróun er að vinna með sálfræðilegu hliðina á ófrjósemi. „Fólk sem er með félagsfælni vill ekki tala við annað fólk og fólk sem er ófrjótt vill ekki tala um það heldur. Þess vegna er netið besta leiðin til að ná til þessa fólks heima í stofu.“ Á netsíðunni ai-therapy.com má finna allar upplýsingar og þar getur fólk skráð sig til þátttöku í ófrjósemisrannsókninni áður en það forrit fer á markað. Fjóla segir meðferðina kosta á við einn tíma hjá sálfræðingi. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Sálfræðingurinn Fjóla Dögg Helgadóttir starfar við Oxfordháskóla og hóf vinnu við forrit sem gæti beitt hugrænni atferlismeðferð, í gegnum doktorsnám sitt fyrir átta árum. Í forritinu, sem nú er tilbúið, er byggt á rannsóknaþekkingu undanfarinna áratuga og er forritið þeim eiginleika gætt að geta sniðið meðferðina að hverjum einstaklingi út frá stöðluðum spurningalistum. „Það sem forritið í raun gerir er að spyrja fólk um hegðun og hugsanir þess í daglegu lífi og út frá þeim fer forritið í gegnum þær æfingar sem sálfræðingur myndi gera í venjulegri meðferð,“ segir Fjóla. Yfirleitt þarf fólk að fá greiningu á kvillum sínum til að fá hjálp, en forritið gerir það óþarft og getur til dæmis nýst þeim sem vilja auka sjálfsöryggi sitt. Forritið vinnur með notendum í sex mánuði. „Þú vinnur alls konar æfingar og fólk kemur yfirleitt svona 15 sinnum inn í forritið og fær hjálp án þess að þurfa að fara eitthvert og segja: „Ég er með félagsfælni og þess vegna þarf ég að fá meðferð“. Það er nýjungin í þessu.“ Forritið hefur einnig reynst vel við þunglyndi og í þróun er að vinna með sálfræðilegu hliðina á ófrjósemi. „Fólk sem er með félagsfælni vill ekki tala við annað fólk og fólk sem er ófrjótt vill ekki tala um það heldur. Þess vegna er netið besta leiðin til að ná til þessa fólks heima í stofu.“ Á netsíðunni ai-therapy.com má finna allar upplýsingar og þar getur fólk skráð sig til þátttöku í ófrjósemisrannsókninni áður en það forrit fer á markað. Fjóla segir meðferðina kosta á við einn tíma hjá sálfræðingi.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira