Fyrirtæki í höfninni vilja olíubíla burt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. september 2013 07:00 Olíubíll og vöruflutningabíl aka frá Mýrargötu inn Geirsgötu og í átt að miðbænum. Fréttablaðið/Pjetur Könnun sem gerð var meðal 193 fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík sýnir margvíslegar brotalamir á umferðarmálum á svæðinu. Í könnununni, sem Bergþóra Bergsdóttir verkfræðinemi gerði fyrir Faxaflóahafnir, voru meðal annars lagðar spurningar fyrir forsvarsmenn og talsmenn fyrirtækja um viðhorf þeirra til umferðarmála við höfnina. Sumir kveða lítið við umferðina að athuga en aðrir nefna bílastæðavanda og flöskuhálsa. Áberandi er hversu olíuflutningar um svæðið vestan af Örfirisey eru mönnum þyrnir í augum. Haft er eftir einum að umferðin sé hræðileg, sérstaklega olíubílarnir sem séu stórhættulegir. „Keyra eins og fávitar á alltof miklum hraða bæði á Fiskislóð og Hólmaslóð,“ segir hann. Annar segir það mundu verða stórt framfaraspor ef olíustöðin færi annað. „Það þarf að koma bensín- og olíubílunum héðan í burtu,“ svarar hann. Sá þriðji tekur undir og segir olíubílunum ekið of hratt. „Væri gott að losna við olíubílana,“ segir sá fjórði. „En það eitt út af fyrir sig er ekki nóg. Það þarf að hægja á umferðinni.“ Fimmti talsmaðurinn segir „rosalega“ umferð á Grandagarði. Verst sé með olíubílana sem komi á fullri ferð. „Það eru engar hindranir á Grandagarði. Það voru settar hindranir á Fiskislóð og þá hættu þeir að keyra þar um. Merkilegt að það skuli ekki hafa orðið slys.“ Enn einn kveður umferðarmálin vera í „algjörum ólestri“. Olíubílarnir keyri of hratt og Geirsgatan sé alltof þröng. „Olíuflutningarnir eru ekki góðir. Maður finnur öðru hvoru fyrir mikilli mengun og olíustybbu frá starfseminni,“ er svarið frá enn öðrum. Þá segir einn að allt sé í lagi með höfnina sjálfa en of mikil og of hröð keyrsla sé á Grandagarði, til dæmis á olíubílunum. „Þetta er svolítið mikið og hættulegt,“ segir þessi talsmaður. „Hér er mikið af þungum bílum sem keyra svo hratt að maður hefur áhyggjur af gangandi vegfarendum,“ er eitt svarið. „Það er absúrd að vera með olíutanka hér og keyra um með eldsneytið,“ eru ein ummælin sem keimlíku eru svari frá öðru fyrirtæki. „Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg.“ Það er þó alls ekki allir sem amast við olíuflutningunum. „Varðandi olíubílana, þá þarf ekki alltaf að vera kvarta. Við þurfum öll bensín á bílana okkar og bensínstöðvarnar líka. Þetta hefur gengið vel og því er engin ástæða að mála skrattann á vegginn.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Könnun sem gerð var meðal 193 fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík sýnir margvíslegar brotalamir á umferðarmálum á svæðinu. Í könnununni, sem Bergþóra Bergsdóttir verkfræðinemi gerði fyrir Faxaflóahafnir, voru meðal annars lagðar spurningar fyrir forsvarsmenn og talsmenn fyrirtækja um viðhorf þeirra til umferðarmála við höfnina. Sumir kveða lítið við umferðina að athuga en aðrir nefna bílastæðavanda og flöskuhálsa. Áberandi er hversu olíuflutningar um svæðið vestan af Örfirisey eru mönnum þyrnir í augum. Haft er eftir einum að umferðin sé hræðileg, sérstaklega olíubílarnir sem séu stórhættulegir. „Keyra eins og fávitar á alltof miklum hraða bæði á Fiskislóð og Hólmaslóð,“ segir hann. Annar segir það mundu verða stórt framfaraspor ef olíustöðin færi annað. „Það þarf að koma bensín- og olíubílunum héðan í burtu,“ svarar hann. Sá þriðji tekur undir og segir olíubílunum ekið of hratt. „Væri gott að losna við olíubílana,“ segir sá fjórði. „En það eitt út af fyrir sig er ekki nóg. Það þarf að hægja á umferðinni.“ Fimmti talsmaðurinn segir „rosalega“ umferð á Grandagarði. Verst sé með olíubílana sem komi á fullri ferð. „Það eru engar hindranir á Grandagarði. Það voru settar hindranir á Fiskislóð og þá hættu þeir að keyra þar um. Merkilegt að það skuli ekki hafa orðið slys.“ Enn einn kveður umferðarmálin vera í „algjörum ólestri“. Olíubílarnir keyri of hratt og Geirsgatan sé alltof þröng. „Olíuflutningarnir eru ekki góðir. Maður finnur öðru hvoru fyrir mikilli mengun og olíustybbu frá starfseminni,“ er svarið frá enn öðrum. Þá segir einn að allt sé í lagi með höfnina sjálfa en of mikil og of hröð keyrsla sé á Grandagarði, til dæmis á olíubílunum. „Þetta er svolítið mikið og hættulegt,“ segir þessi talsmaður. „Hér er mikið af þungum bílum sem keyra svo hratt að maður hefur áhyggjur af gangandi vegfarendum,“ er eitt svarið. „Það er absúrd að vera með olíutanka hér og keyra um með eldsneytið,“ eru ein ummælin sem keimlíku eru svari frá öðru fyrirtæki. „Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg.“ Það er þó alls ekki allir sem amast við olíuflutningunum. „Varðandi olíubílana, þá þarf ekki alltaf að vera kvarta. Við þurfum öll bensín á bílana okkar og bensínstöðvarnar líka. Þetta hefur gengið vel og því er engin ástæða að mála skrattann á vegginn.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira