Erlent

Frans páfi var útkastari á skemmtistað

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Páfi spjallaði við kirkjugesti í fjórar klukkustundir í San Cirillo Alessandrino-kirkjunni.
Páfi spjallaði við kirkjugesti í fjórar klukkustundir í San Cirillo Alessandrino-kirkjunni.
Frans páfi ræddi fortíð sína í kirkju í úthverfi Rómar á sunnudag. Þar kom meðal annars fram að hann hafi unnið fyrir sér sem útkastari á skemmtistað í Buenos Aires.

Páfi spjallaði við kirkjugesti í fjórar klukkustundir í San Cirillo Alessandrino-kirkjunni og sagði páfi frá því þegar hann vann á rannsóknarstofu sem unglingur og einnig sem sópari.

Hann var spurður út í hefðbundinn dag í lífi páfa og sagðist hann hefja daginn á bænum áður en hann byrjar að vinna. Hann borðar hádegismat á milli 12 og 13, hvílir sig í hálftíma og vinnur svo fram á kvöld.

Þá var hann spurður út í líðan sína þegar hann hélt sína fyrstu opinberu messu sem páfi, og viðurkenndi Frans að hafa upplifað sviðsskrekk.

Páfi fór hins vegar ekki nánar út í störf sín á skemmtistaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×