Erlent

Lestarstjórinn í New York dottaði við stýrið

Fjórir vagnar fóru út af sporinu í slysinu.
Fjórir vagnar fóru út af sporinu í slysinu. Mynd/EPA
Lestarstjórinn sem var við stjórnvölinn þegar farþegalest fór út af sporinu í New York með þeim afleiðingum að fjórir létust, dottaði við stýrið, rétt áður en slysið átti sér stað. Þetta segir talsmaður félags lestarstjóra í samtali við AP fréttastofuna.

Lestin var á þreföldum leyfilegum hámarkshraða , eða um 132 kílómetra hraða á klukkustund, þegar hún fór í krappa beygju og hrökk hún þá af teinunum. Stjórinn slapp sjálfur á lífi úr slysinu og er sagður í taugaáfalli. Ekkert bendir til að bilun hafi orðið í lestinni og því virðist sem um hrein mannleg mistök hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×