Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir voru báðar í byrjunarliði LdB FC Malmö og spiluðu allan leikinn þegar liðið vann 4-0 sigur á botnliði Sunnanå SK í sænsku kvennadeildinni í kvöld.
LdB FC Malmö minnkaði forskot Tyresö í þrjú stig en Marta og félagar í Tyresö eru einnig með átta mörk í forskot í markatölu. Annað árið í röð stefnir í baráttu þessara tveggja sterku liða um sænska meistaratitilinn en Tyresö vann dramatískan sigur í fyrra.
Sara Björk Gunnarsdóttir náði ekki að skora en átti skot í markrammann á 56. mínútu leiksins. Mörk Malmö skoruðu þær Katrine Veje, Kathleen Radtke, Therese Sjögran og Alexandra Riley.
Minnkuðu forskotið í þrjú stig
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn

Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

